Max Dowman, leikmaður Arsenal á Englandi, skráði nafn sitt í sögubækurnar í kvöld er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
Dowman kom inn á sem varamaður hjá Arsenal á útivelli gegn Slavíu Prag í tékknesku höfuðborginni á 72. mínútu.
Dowman fagnar ekki 16 ára afmælinu sínu fyrr en á gamlársdag og er hann því 15 ára og 308 ára gamall.
Youssoufa Moukoko átti metið en hann var 16 ára og 18 daga er hann spilaði með Dortmund frá Þýskalandi gegn Zenit frá Pétursborg árið 2020.
