Gunnar skoraði gegn Tottenham

Gunnar Orri Olsen skoraði í dag.
Gunnar Orri Olsen skoraði í dag. mbl.is/Birta Margrét

U19 ára lið FC Kaupmannahafnar frá Danmörku sigraði jafnaldra sína í Tottenham frá Englandi, 3:2, í unglingaliðadeild UEFA í dag en leikurinn fór fram á æfingasvæði Tottenham í London.

Stjörnumaðurinn uppaldi Gunnar Orri Olsen lék fyrstu 88 mínúturnar með FCK og skoraði fyrsta mark liðsins.

Gunnar, sem er 17 ára, er með tvö mörk í fjórum leikjum í keppninni til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert