Í fyrsta sinn í tæp sex ár

Alexia Putellas og liðsfélagar hennar í Barcelona skoruðu óvænt ekki …
Alexia Putellas og liðsfélagar hennar í Barcelona skoruðu óvænt ekki í deildarleik um liðna helgi. AFP/Josep Lago

Kvennaliði Barcelona í knattspyrnu mistókst að skora í spænsku 1. deildinni þegar liðið tapaði óvænt 1:0 fyrir Real Sociedad á sunnudag. Markaleysi hjá Börsungum er ansi sjaldgæft.

Svo sjaldgæft er það að síðast þegar Barcelona skoraði ekki í deildarleik hafði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, ekki úrskurðað að kórónuveiran væri orðin að heimsfaraldri.

2.108 dagar liðu á milli deildarleikja sem liðinu tókst ekki að skora í. Það hafði síðast gerst í markalausu jafntefli gegn Atlético Madríd þann 25. janúar árið 2020.

Tæplega sex ár liðu því á milli leikja sem Barcelona tókst ekki að skora í. Liðið hefur skorað 39 mörk í níu leikjum í deildinni til þessa og er á toppnum með fjögurra stiga forskot á Real Madríd og Real Sociedad í næstu sætum fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka