Íslendingurinn áberandi á síðum blaðanna

Ljósmynd/Daily Record

Tómas Bent Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir skoska knattspyrnuliðið Hearts á laugardaginn var er liðið sigraði Dundee, 4:0, á heimavelli.

Tómas gerði fjórða mark liðsins á 79. mínútu en hann kom til Hearts frá Val um mitt tímabilið hér heima. Hearts er með níu stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur ekki tapað leik í ellefu umferðum.

Íslendingavaktin vekur athygli á að Tómas hafi verið áberandi á síðum skoskra dagblaða eftir leikinn.

The Sunday Post, Edinburgh News, Evening Telegraph og Daily Record birtu öll mynd af Eyjamanninum uppalda á síðum sínum, sem sjá má hér fyrir neðan.

Ljósmynd/Evening Telegraph
Ljósmynd/Edinburgh News
Ljósmynd/Sunday Post
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert