Skemmdu listaverk af Trent

Málverkið sem um ræðir.
Málverkið sem um ræðir. Ljósmynd/Sky Sports

Framin voru skemmdarverk á málverki af enska knattspyrnumanninum Trent Alexander-Arnold í Liverpool í dag. Hvítri málningu var skvett á verkið og leikmaðurinn kallaður rotta.

Alexander-Arnold verður í liði Real Madrid sem mætir Liverpool í Meistaradeildinni á Anfield klukkan 20 og virðast einhverjir stuðningsmenn enska félagsins ekki búnir að fyrirgefa enska bakverðinum fyrir að skipta yfir til Real í sumar.

Hinn 27 ára gamli Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool en ákvað að skipta yfir til Real Madrid eftir að hann varð enskur meistari með uppeldisfélaginu í annað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka