Styttist í endalokin hjá Ronaldo

Það styttist í að Cristiano Ronaldo leggi skóna á hilluna.
Það styttist í að Cristiano Ronaldo leggi skóna á hilluna. AFP/Patricia De Moreira

Cristiano Ronaldo mun leggja skóna á hilluna fljótlega og ætlar ekki að halda áfram að starfa innan fótboltans eftir að leikmannaferlinum lýkur.

Þetta sagði hann í samtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan í dag.

„Fljótlega,“ svaraði Ronaldo, spurður hvenær hann ætlaði að leggja skóna á hilluna.

„Ég verð tilbúinn þótt það verði erfitt. Ég mun eflaust gráta en ég hef undirbúið framtíðina síðan ég var 25 ára,“ bætti sá portúgalski við en hann er orðinn fertugur.

Það verður væntanlega nóg að gera hjá Ronaldo þegar ferlinum lýkur. Hann er með Youtube-rás sem er með 77 milljónir áskrifenda og þá er fatalína hans, CR7, vinsæl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert