Sigurganga Arsenal hélt áfram í kvöld er liðið sigraði Slavía Prag, 2:0, í 4. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Tékklandi.
Arsenal hefur því unnið alla sína leiki og er í efsta sæti deildarinnar eins og er með 12 stig, þar sem liðið hefur ekki fengið á sig mark. Slavía Prag er hins vegar í 28. sæti með 2 stig.
Arsenal var töluvert meira með boltann og sótti því mikið að marki Prag á meðan heimamenn fengu fá tækifæri. Á 32. mínútu fékk Arsenal vítaspyrnu eftir að Gabriel skallaði boltann í hendi Lukas Provod. Fyrirliðinn Bukayo Saka steig á punktinn, reyndi fast skot sem söng í netinu og skoraði því fyrsta mark leiksins. Mikel Merino bætti síðan við öðru marki Arsenal á 46. mínútu.
Merino gulltryggði síðan sigur Arsenal á 68. mínútu er hann kom boltanum í netið eftir sendingu frá Declan Rice.
Napoli og Frankfurt sættu sig við markalaust jafntefli í Napoli í kvöld. Liðin eru nú jöfn á stigum og eru í 19. og 18. sæti deildarinnar en þar sem Frankfurt er með aðeins betri markatölu sitja þeir fyrir ofan þá bláklæddu eins og er.
Napoli átti fleiri færi í kvöld en Frankfurt stóð sig vel í vörninni svo ekkert gekk að koma boltanum í netið og skildu liðin því jöfn.
Fylgst verður með seinni leikjum kvöldsins í beinni textalýsingu á mbl.is