Englendingurinn Trent Alexander-Arnold byrjar á bekknum hjá Real Madrid sem mætir hans gömlu félögum í Liverpool í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á Anfield klukkan 20.
Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool og varð tvívegis enskur meistari með liðinu áður en hann skipti yfir til Madrídar fyrir þetta tímabil.
Bakvörðurinn hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og verður að sætta sig við sæti á bekknum á gamla heimavellinum.
