Hin sænska Pia Sundhage verður ekki áfram landsliðsþjálfari kvennaliðs Sviss í fótbolta.
Henni var tilkynnt í dag að samningur hennar við svissneska sambandið yrði ekki endurnýjaður og að nýr þjálfari myndi stýra liðinu í síðustu leikjum ársins.
Undir stjórn Sundhages komst Sviss í átta liða úrslit EM á heimavelli síðasta sumar en þrátt fyrir það verður Sundhage ekki áfram.
„Ég hefði viljað halda áfram. Ég er undrandi á þessari ákvörðun en virði hana á sama tíma,“ sagði hún í yfirlýsingu í kjölfar fregnanna.
