Knattspyrnumaðurinn Achraf Hakimi, bakvörður Evrópumeistara Parísar SG, fór grátandi af velli eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í tapi fyrir Bayern München, 1:2, í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.
Luis Díaz, sem skoraði bæði mörk Bayern, hafði tæklað Hakimi illa þegar hann klemmdi vinstri fótinn á andstæðingi sínum. Fyrir vikið fékk Díaz beint rautt spjald eftir athugun dómara í VAR.
Hakimi gat ekki haldið leik áfram eftir tæklinguna og var hjálpað af velli. Var honum greinilega mikið niðri fyrir og grét og er því óttast að bakvörðurinn öflugi gæti verið alvarlega meiddur.
Að svo stöddu er hins vegar ekki vitað hversu alvarleg meiðsli bakvarðarins eru.

