Varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu

Arnór Ingvi Traustason varð fyrir höfuðmeiðslum.
Arnór Ingvi Traustason varð fyrir höfuðmeiðslum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnór Ingvi Traustason, knattspyrnumaður hjá Norrköping í Svíþjóð, náði ekki að klára æfingu liðsins í dag vegna höfuðmeiðsla.

Staðarmiðillinn NT greinir frá. Arnór er því tæpur fyrir leik liðsins við Gautaborg 9. nóvember í lokaumferð sænsku deildarinnar.

„Þar sem þetta eru höfuðmeiðsli tókum við enga sénsa. Við sendum hann heim og við sjáum hvernig honum líður á morgun,“ sagði Martin Falk þjálfari Norrköping við NT.

Norrköping er í 13. sæti deildarinnar af 16 liðum og getur enn fallið úr deildinni með tapi í lokaumferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert