Ný skíðalyfta í notkun í Tungudal

Nýja skíðalyftan í Tungudal.
Nýja skíðalyftan í Tungudal. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Mjög hefur ræst úr snjó og skíðafæri á skíðasvæði Ísfirðinga síðustu daga og með tilkomu nýrrar skíðalyftu efst í Tungudalnum, nýrra snjótroðara og nýs skíðaskála er nú aðstaðan með því besta sem gerist til skíðaiðkana að sögn Rúnars Karlssonar, ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Rúnar segist því bjartsýnn á góða aðsókn á skíðaviku Ísfirðinga um páskana, dagana 11. til 15. apríl. Ný skíðalyfta var tekin í notkun í síðustu viku. Er hún ofarlega í Tungudalnum og nær upp á Hauganes undir Miðfelli. Jónas Gunnlaugsson, sem á sæti í stjórn Skíðafélags Ísfirðinga, segir að með tilkomu hennar megi nýta lyfturnar sem standa lægra til að komast í nýju lyftuna. Snjó hefur verið ýtt að eldri lyftunum til að þær nýtist betur en til þessa hefur verið fremur erfitt um skíðaiðkun vestra í vetur. Þá er verið að taka í notkun nýjan skíðaskála í Tungudal og snjótroðarar eru einnig nýir.

Rúnar Karlsson segir aðsókn á skíðavikuna jafnan hafa verið góða og mikið sé um brottflutta Ísfirðinga sem sæki í skíðalöndin en auk þess sem hægt er að vera á svigskíðum eru göngubrautir um Seljalandsdal. Þá segir Rúnar að auk þess að stunda skíðaíþróttir og aðra útivist sé margt í boði á skíðaviku á sviði tónlistar, leiklistar og annarra skemmtana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »