Stjarnan Íslandsmeistari í blaki karla eftir sigur gegn ÍS

Karlalið Stjörnunnar tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki er liðið lagði ÍS að velli í úrslitaleik, 3:2. Leikurinn fór fram á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ og réðust úrslit leiksins ekki fyrr en í oddalotu. ÍS vann fyrstu lotuna 15:25, Stjarnan svaraði með því að vinna tvær næstu loturnar 25:22 og 25:15. Íslandsmeistaralið s.l. árs náði að svar fyrir sig í fjórðu lotunni með sigri, 15:25 en Stjarnan vann oddalotuna 15:11. ÍS hefur fagnað sigri á Íslandsmótinu undanfarin þrjú ár og mátt því sjá á eftir titlinum í hendur Stjörnumanna.

mbl.is