Skjár einn fær sýningarétt frá ensku úrvalsdeildinni

Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá einn, hefur náð samningum við F.A. Premier League um útsendingar frá leikjum í úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Íslenska sjónvarpsfélagsins.

Vísað er til yfirlýsingar frá Richard Scudamore, framkvæmdastjóra FAPL, þar sem segir að Skjár einn hafi fengið réttinn til að sýna frá leikjum úrvalsdeildarinnar næstu þrjú ár.

mbl.is