Ólafur fimmti á markalistanum

Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Rússum.
Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Rússum. mbl.is/Golli

Ólafur Stefánsson varð sjötti markahæsti leikmaðurinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem lauk í gær. Ólafur skoraði 43 mörk í sex leikjum eða ríflega 7 mörk að meðaltali í leik en leikmennirnir sem urðu fyrir ofan Ólaf á markalistanum léku allir tveimur leikjum meira. Markakóngur keppninnar varð S-Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon sem skoraði 58 mörk, króatíski hornamaðurinn Mirza Dzomba með 55, í þriðja sæti varð ungverska stórskyttan Carlos Perez með 54, rússneski hornamaðurinn Eduard Kokcharov kom næstur með 45 og þýski hornamaðurinn Stefan Kretzschmar var með 44 mörk.

Ólafur var ofarlega á fleiri listum tölfræðinnar. Hann varð í 3.-4. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingarnar. Ólafur átti 27 eins og Grikkinn Spyros Balomenos. Króatinn Ivano Balic varð annar með 28 og landi hans og stórskyttan Petar Melicic átti flestar, 34. Ólafur varð annar á eftir Kyung-Shin Yoon þegar talið er saman mörk og stoðsendingar. Ólafur fékk 70 stig en S-Kórerumaðurinn 75.

Sigfús Sigurðsson var efstur á refsilistanum en hann var sá leikmaður sem fékk flest refsistig en þá eru taldir fjöldi brottvísana ásamt gulum og rauðum spjöldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert