Ásgeir Íslandsmeistari í snóker

Ásgeir Ásgeirsson varð í gær Íslandsmeistari í snóker þegar hann sigraði Gunnar Hreiðarsson, 9:2, í úrslitaleik. Ásgeir hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum og á lokahófi Billiardsambands Íslands, BSÍ, í gærkvöldi var Ásgeir valinn leikmaður ársins af félagsmönnum í BSÍ.
mbl.is