Krikunov hugsar skýrar með vodka

Rússum hefur lengi líkað vel við vodka og drukkið hann í tíma og ótíma. Vladimir Krikunov, landsliðsþjálfari Rússa í íshokkíi, segir að neysla vodka í kringum íþróttamót komi í veg fyrir streitu, hreinsi hugann og skerpi alla hugsun. Krikunov segist tala af talsverðri reynslu í þessum efnum því hann stýrði m.a. landsliði Hvít-Rússa sem hafnaði óvænt í fjórða sæti í íshokkíkeppni síðustu Vetrarólympíuleika. Eftir þá var hann ráðinn þjálfara Rússa.

"Eftir hvern leik drekk ég þrjú glös af vodka. Það er alveg lífsnauðsynlegt. Og langi mig í meira þá einfaldlega læt ég það eftir mér," segir Krikunov kokhraustur nú þegar hann býr rússneska landsliðið undir keppni á vetrarleikunum í Tórínó í febrúar.

Ekki fylgir sögunni hvort Krikunov beiti sömu ráðum á leikmenn sína svo af þeim brái allt álag sem fylgir því að taka þátt í stórmóti.

Slíkt verður þó að teljast ólíklegt þótt Rússar hafi lengi talið vodka allra meina bót um leið og drykkja vínsins er eitt allra mesta heilbrigðisvandamál landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »