Michael Rasmussen vikið úr Tour de France

Michael Rasmussen.
Michael Rasmussen. Retuers

Dananum Michael Rasmussen, sem leitt hefur Tour de France hjólreiðakeppnina, hefur verið vikið úr keppni vegna brota á leikreglum en Rasmussen mætti ekki í lyfjapróf í síðasta mánuði og hefur nú játað að hafa sagt ósatt um það hvar hann var á þeim tíma sem prófið átti að fara fram.

mbl.is