Íshokkímaður féll á lyfjaprófi

Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur dæmt íshokkímanninn Hrólf Gíslason í tveggja ára æfinga- og keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Hrólfur, sem leikur með Birninum, féll á lyfjaprófi sem tekið var að loknum leik í lok nóvember.

mbl.is