Ottey á áttundu Ólympíuleikana?

Hlaupadrottningin Marlene Ottey.
Hlaupadrottningin Marlene Ottey. Reuters

Hlaupadrottningin Merlene Ottey gæti orðið fyrsti íþróttamaðurinn í sögunni sem keppir á átta Ólympíuleikum. Hún hefur keppt á öllum Ólympíuleikum síðan árið 1980 þegar þeir voru haldnir í Moskvu og nú árið 2008 gæti hún orðið í keppnisliði Slóveníu í Peking og það 48 ára gömul.

Ottey mun á næstu dögum gera atlögu að því að vinna sér keppnisréttinn en á miðvikudaginn í næstu viku rennur fresturinn út til að ná lágmarki fyrir leikana.

Ottey, sem er fædd í Jamaíku en fékk slóvenskan ríkisborgararétt árið 2002, keppir í 100 metra hlaupi á móti í Maribor í Slóveníu í dag og hún verður aftur á ferðinni á þriðjudag.

Ottey á glæsilegan feril að baki. Hún hefur unnið til átta verðlauna á Ólympíuleikum, þrennra silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna og á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum nældi hún sér í bronsið en hún var í boðhlaupssveit Slóvena í 4x100 metra hlaupi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »