Frjálsíþróttamaður frá Jamaíku féll á lyfjaprófi

Usain Bolt frá Jamaíku er með hreinan skjöld og er …
Usain Bolt frá Jamaíku er með hreinan skjöld og er líklegur til afreka á ÓL í Kína. Reuters

Forráðamenn Ólympíunefndar Jamaíku sögðu í dag frá því að einn keppandi úr frjálsíþróttaliði þeirra hefði fallið á lyfjaprófi. Ekki er búið að gefa upp nafnið á þeim sem féll á lyfjaprófinu en samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar er um að ræða karlmann.

Lyfjaprófið var tekið á meistaramóti Jamaíku 27.-29. júní s.l. Mike Fennell forseti Ólympíunefndar Jamaíku sagði í dag að spretthlaupararnir Usain Bolt og Asafa Powell væru með hreinan skjöld en þeir eru stærstu nöfnin í keppnisliði Jamaíku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert