Ein stærsta stund í íslenskri íþróttasögu

Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigri með Hreiðari Levy Guðmundssyni og …
Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigri með Hreiðari Levy Guðmundssyni og Sturlu Ásgeirssyni. AP

„Þetta er án efa stærsta stund í íslenskri íþróttasögu síðari tíma," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Sjónvarpið eftir leik Íslendinga og Spánverja. Sagði hann einstakt að fylgjast með sigurvilja og krafti íslensku leikmanna.

„Ísland er ekki lítið land," bætti Dorrit Moussaieff, kona hans við.

Ólafur Ragnar sagði, að hann myndi ekki eftir því að hafa lifað aðra eins stund og í dag þegar íþróttir væru annars vegar. „Ég man þegar Vilhjálmur (Einarsson) vann silfrið þegar ég var strákur fyrir vestan. En þvílík stund að vera hér í kvöld og horfa á að Íslendingar tryggja sér annaðhvort gull- eða silfurverðlaun. Þeir verðskulda ekkert annað en sannkallaða þjóðhátíð hvernig sem úrslitaleikurinn fer."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert