Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur

Guðmundur fagnar sigri á Þjóðverjum fyrr á leikunum.
Guðmundur fagnar sigri á Þjóðverjum fyrr á leikunum. Mbl.is/Brynjar Gauti

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir leikinn við Frakka í dag að íslenska liðið hefði ekki náð að sýna sitt besta. „Tilfinningarnar voru einkennilegar eftir að leikurinn tapaðist. Við verðum að setja þetta í samhengi og gera okkur grein fyrir því að við vorum ekki í raun að tapa gullinu heldur vinna silfurverðlaun," sagði hann.  

Hann bætti við í viðtali við frönsku AFP fréttastofuna, að það væri afar mikilvægt fyrir Íslendinga að vinna ólympíuverðlaun og því hlyti íslenska þjóðin að vera ánægð þrátt fyrir allt. 

Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok.
Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert