Armstrong aftur á fák sinn

Lance Armstrong í Tour de France keppninni árið 2004. Margfaldur ...
Lance Armstrong í Tour de France keppninni árið 2004. Margfaldur meistarinn hyggst snúa aftur. AP

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur fengið nóg af hvíld og Hollywood líferni og hyggst snúa aftur. Setur hann stefnuna á Tour de France á næsta ári.

Sjöfaldur Tour de France meistarinn hyggst samkvæmt heimildum vefmiðla tileinkuðum hjólreiðum keppa launalaust fyrir lið Astana og hyggst að auki birta niðurstöður úr lyfjaprófum sínum á vefnum jafnóðum og þær verða klárar.

mbl.is

Bloggað um fréttina