Jóhann með tilboð frá Hollandi

Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi er eftirsóttur af evrópskum félagsliðum.
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi er eftirsóttur af evrópskum félagsliðum. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki, sem útnefndur var efnilegasti leikmaðurinn í Landsbankadeildinni í sumar, bíður eftir að fá tilboð í hendurnar frá þýska liðinu Hamburger SV. Hann er þegar kominn með í hendurnar tilboð frá hollensku úrvalsdeildarliði sem hann vill ekki nafngreina.

Jóhann kom heim um helgina frá Þýskalandi þar sem hann æfði með Hamburger og var það önnur heimsókn hans til þýska liðsins í haust.

,,Ég fékk þau skilaboð frá Hamburger að það vill fá mig og ég bíð eftir að fá tilboð frá liðinu. Það ætti að koma á næstunni en síðan er ég með tilboð frá hollensku úrvalsdeildarliði,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar er rætt við Jóhann Berg í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.