Hafsteinn og Pétur langfyrstir

Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson ásamt bílstjóranum Albert ...
Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson ásamt bílstjóranum Albert Jakobssyni og Helgu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, á Akureyri í kvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson urðu langfyrstir í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavík og Akureyrar. Tólf lið lögðu af stað úr borginni klukkan sjö í morgun og þeir Hafsteinn og Pétur renndu inn í höfuðstað Norðurlands laust fyrir klukkan sjö í kvöld.  Þeir skiptust á um að hjóla.

Tveir voru í hverju liði og hjóluðu til skiptis. Meðalhraði sigurvegaranna var hvorki meira né minna en 39 km á klukkustund sem mun vera álíka hraði og í venjulegri tveggja klukkustunda keppni. Þeir sögðu að ótrúlega vel hefði gengið, aðstæður verið frábærir; sól, hiti og lítill mótvindur. Albert Jakobsson er liðsstjóri sigurvegaranna og bílstjóri.

Í öðru sæti urðu Hákon Hrafn Sigurðsson og Valgarður Sæmundsson og ökumaður þeim með Sigurður A. Hákonarson, og í þriðja sæti urðu bræðurnir Anton Örn Elfarsson og Rúnar Karl Elfarsson. Ökumaður með þeim var Davíð Þór Sigurðsson.

Þessi lengsta hjólreiðakeppni ársins er á vegum Ungmennafélags Íslands; kynningargrein á Landsmótinu sem hefst á Akureyri á morgun og haldin til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fyrsta Landsmótinu, sem var á Akureyri árið 1909.

Lið númer tvö kemur í mark, sigurvegararnir standa á gangstéttinni ...
Lið númer tvö kemur í mark, sigurvegararnir standa á gangstéttinni og klappa fyrir keppinautunum. mbl.is/Skapti
Sigurvegararnir fengu sér eina með öllu eftir að þeir komu ...
Sigurvegararnir fengu sér eina með öllu eftir að þeir komu í mark við bensínstöð Olís við Tryggvabraut. mbl.is/Skapti
Hafsteinn Ægir, fyrir framan, og Pétur Þór á fullri ferð ...
Hafsteinn Ægir, fyrir framan, og Pétur Þór á fullri ferð eftir Krossanesbraut á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina