Unglingalandsmótið á Egilsstöðum árið 2011

Frá Unglingalandsmóti UMFÍ.
Frá Unglingalandsmóti UMFÍ. UMFÍ

Mikið fjölmenni er á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki í Skagafirði en mótinu verður slitið í kvöld. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ sagði í ávarpi sínu við setningu mótsins að árið 2011 verður mótið haldið á Egilsstöðum en mótið fer fram í Grundafirði á næsta ári.

Þrír aðilar sóttu um að fá að halda Unglingalandsmótið árið 2011.  Ungmenna og íþróttasamband Fjallabyggðar vildi halda mótið á Siglufirði og í Ólafsfirði. Og einnig HSÞ sem ætlaði að halda mótið á Þórshöfn á Langanesi.

Til stóð að Unglingalandsmótið færi fram í Grundafirði en Grundfirðingar óskuðu eftir því að fresta mótshaldinu um eitt ár og var það því fært til Sauðárkróks.

Frá landsmóti UMFÍ á Akureyri.
Frá landsmóti UMFÍ á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina