Guðrún fallegust á EM

Guðrún Sóley Gunnardóttir leikmaður Íslands.
Guðrún Sóley Gunnardóttir leikmaður Íslands. mbl.is/Golli
Lesendur netútgáfu finnska dagblaðsins Ilta Sanomat kusu Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur, miðvörð íslenska landsliðsins, fallegasta leikmanninn í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Finnlandi.

Guðrún Sóley hlaut yfirburðakosningu, fékk 2.761 atkvæði af um 6.400 sem bárust en þess má geta að Ilta Sanomat er mest selda síðdegisblað Finnlands.

Bloggað um fréttina