Rökuðu saman verðlaunum í Stokkhólmi

Hópur karatefólksins sem stóð sig vel í Stokkhólmi um síðustu …
Hópur karatefólksins sem stóð sig vel í Stokkhólmi um síðustu helgi. Ljósmynd/Eyþór Ragnarsson

Íslensk ungmenni  unnu þrenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun á Opna Stokkhólms-mótinu í karate um síðustu helgi. Alls tóku 23 Íslendingar þátt í mótinu ásamt um 600 ungmennum frá átta öðrum þjóðum en mótið keppendur á mótinu voru á aldrinum 11-20 ára. 

Arnór Ingi Sigursson, 18 ára, er á sínu fyrsta ári í flokki Seniora (18+ ár).  Hann vann gullið í -75 kg, sem er ávallt einn fjölmennasti flokkurinn. Hann vann andstæðing sinn í úrslitum 8-0 á aðeins tveimur mínútum og hafði mikla yfirburði.

Árangur íslensku keppendanna var eftirfarandi:

Flokkur 11 ára drengja
Ernir Guðnason, Fylki, brons í kumite

Flokkur 13 ára drengja
Jónas Ingi Thorarensen, Þórshamri, brons í kumite

Flokkur kadeta (14-15 ára)
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki, gull í kumite -70 kg
Valdís Vilmarsdóttir, Þórshamri, gull í kata 4-6 kyu
Birkir Indraðason - Breiðablik, brons í kata pilta
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik brons í kata stúlkna
Svana Katla Þorsteinsóttir, Breiðablik, brons í kata stúlkna
Birkir, Svana og Kristín, Breiðablik, brons í hópkata

Flokkur Juniora (16-17 ára)
Kristján Helgi Carrasco, Aftureldingu, silfur í kumite -61 kg
Ragnar Eyþórsson, Breiðablik, brons í kumite -76 kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu, brons í Kumite -59 kg
Aðalheiða Rósa Harðardótir, Karatefélagi Akranes, brons i opnum flokki kata.

Flokkur Seniora (16 ára+ í kata og 18 ára+ í kumite)
Arnór Ingi Sigurðsson, Haukum, gull í -75 kg
Hekla Helgadóttir og Diljá Guðmundardóttir, Þórshamri, ásamt Aðalheiði Rósu, Akranesi, silfur í hópkata kvenna
Ragnar Eyþórsson og Arnar Freyr Nikulásson, Breiðabliki, ásamt Kristjóni Ó. Davíðssyni, Haukum, silfur í hópkata karla
Hekla Helgadóttir, Þórshamari, brons í kumite -55 kg
Arnór Ingi Sigurðsson og Kristján Ó. Davíðsson, Haukum, brons í liða kumite karla (Guðbjartur Ísak þurfti að drag sig úr liðakeppni sökum meiðsla sem hann hlaut fyrr um daginn).

mbl.is