Stórmót í frjálsíþróttum á Akureyri 2010

Norðurlandamót 20 ára og yngri í frjálsíþróttum fer fram á …
Norðurlandamót 20 ára og yngri í frjálsíþróttum fer fram á Akureyri á næsta ári. mbl.is/Golli

Norðurlandamót ungmenna í frjálsíþróttum fer fram á frjálsíþróttavelli Akureyrar á næsta ári. UMSE og UFA munu sjá um rekstur og framkvæmd mótsins sem fram fer 28.-29. ágúst.  Um 270 keppendur tóku þátt á mótinu sem fram fór í Vasaa í Finnlandi fyrr á þessu ári en búist er við um 250 erlendum gestum á mótið. 

Norðurlandamót ungmenna fór fram síðast á Íslandi árið 2000 í Borgarnesi. Frá þeim tíma hefur reglum mótsins verið breytt og getur það aðeins farið fram á völlum sem eru með 8 hlaupabrautum. 

Hingað til hafa Íslendingar keppt með landsliði Danmerkur á mótinu en það er til endurskoðunar. Keppendur á U20 verða fleiri en á Landsmóti UMFÍ í sumar - þar kepptu 256 í öllum aldurflokkum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert