ÍR með örugga forystu eftir fyrri keppnisdag

ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson, Þráinn Hafsteinsson þjálfari og Jóhanna Ingadóttir.
ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson, Þráinn Hafsteinsson þjálfari og Jóhanna Ingadóttir. mbl.is/Ómar

Íþróttafélag Reykjavíkur hefur forystu í samanlagðri stigakeppni eftir fyrri keppnisdag á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss
en mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. ÍR hefur 118,5 stig og hefur mikla forystu. Breiðablik er í 2. sæti með 59,5 stig en sunnlendingar í HSK/Selfoss eru rétt á eftir Blikum með 54,5 stig.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni sigraði í 400 metra hlaupi í dag á 55,52 sekúndum en Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR lenti í 2. sæti á tímanum 57,20 sekúndur . Fríða Rún Þórðardóttir ÍR og Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ eru ekki dauð úr öllum æðum og sigruðu í 1500 metra hlaupi.

mbl.is