Óðinn Björn varpaði kúlunni 18,21 metra

Óðinn Björn Þorsteinsson.
Óðinn Björn Þorsteinsson. mbl.is/Árni

Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH varpaði kúlu 18,21 metra í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardag í dag þar sem Meistaramót Íslands er í fullum gangi. Sett voru upp nokkur einvígi í tilefni dagsins og þeirra á meðal var keppni á milli Óðins og Bergs Inga Péturssonar.

Báðir eru þeir FH-ingaren Óðinn er kúluvarpari en Bergur er sleggjukastari sem kunnugt er. Hann náði þó að varpa kúlunni 15,81 metra.

Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir áttust einnig við í kúluvarpi en þær eru æfingafélagar úr Ármanni. Spjótkastarinn Ásdís hafði betur með 14,98 metra en Helga varpaði kúlunni 13,85 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert