ÍR sigraði á Meistaramóti Íslands í frjálsum

ÍR-ingurinn Jóhanna Ingadóttir sigraði bæði í þrístökki og langstökki á ...
ÍR-ingurinn Jóhanna Ingadóttir sigraði bæði í þrístökki og langstökki á MÍ. mbl.is

Íþróttafélag Reykjavíkur sigraði í samanlagðri stigakeppni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag. ÍR hafði mikla yfirburði í stigakeppninni og eftir gærdaginn var ljóst í hvað stefndi. ÍR fékk rúmlega 30 þúsund stig en Fjölnir kom næst með rúmlega 18 þúsund stig.  ÍR sigraði í kvennakeppninni en FH sigraði í karlakeppninni.

Meðal annars var keppt var í svokallaðri aukagrein að þessu sinni, sem jafnan var keppt í hér áður fyrr, en um er að ræða langstökk án atrennu.  Gunnar Páll Halldórsson Breiðabliki sigraði með stökk upp á 3,08 metra. Sigurinn stóð þó tæpt því Örn Dúi Kristjánsson UFA stökk 3,03 og Börkur Smári Kristinsson ÍR stökk 3,02. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni sigraði í kvennaflokki og stökk 2.62 metra.

Fjallað er um MÍ í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is