SA tekur við Íslandsbikarnum

Jón B. Gíslason fyrirliði með Íslandsbikarinn og þá Ingvar Þór ...
Jón B. Gíslason fyrirliði með Íslandsbikarinn og þá Ingvar Þór Jónsson og Björn Má Jakobsson hvorn á sína hönd. mbl.is/Þórir Tryggvason

Liðsmenn Skautafélags Akureyrar tóku rétt í þessu við Íslandsbikarnum í íshokkí karla eftir sigur á Birninum, 6:2, í oddaleik um titilinn í Skautahöllinni á Akureyri.

Jón Benedikt Gíslason fyrirliði Akureyringa lyfti bikarnum við mikinn fögnuð í höllinni en SA endurheimti Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa tapað fyrir Skautafélagi Reykjavíkur í úrslitunum í fyrra.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is og ítarlega verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Bein textalýsing.

mbl.is