Anna Soffía og Þormóður Íslandsmeistarar í júdó

Þormóður Jónsson.
Þormóður Jónsson. mbl.is/Brynjar Gauti
Anna Soffía Víkingsdóttir úr Ármanni og Þormóður Jónsson úr Júdódeild Reykjavíkur urðu í dag Íslandsmeistarar í opnum flokki í júdó.

Margrét Ragna Bjarnadóttir einnig úr Ármanni varð í öðru sæti og Sigrún Elísa Magnúsdóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur fékk bronsverðlaun.

Hjá körlunum hafnaði Ingþór Örn Valdimarsson úr KA í öðru sæti og Steinn Sigurðsson úr Júdófélagi Reykjavíkur varð þriðji.

Bardagakappinn Gunnar Nelson keppti fyrir Ármann og hafnaði í 5. sæti.
mbl.is