Stórt tap gegn Króatíu í fyrsta leik

Dennis Hedström hefur varið vel í marki Íslands og verður …
Dennis Hedström hefur varið vel í marki Íslands og verður ekki sakaður um mörkin. mbl.is/Kristján Maack

Króatía og Ísland áttust við í fyrsta leik sínum í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí í Sportova-höllinni í Zagreb klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Króatía vann stórsigur 9:0 og vann alla leikhlutana 3:0. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Maður leiksins hjá Íslandi: Daniel Adel.

60. mín: Leik lokið. 9:0 stórsigur Króatíu er staðreynd. Getumunurinn á liðunum er mikill og endurspeglar þann mun sem er á 1. og 2. deild en Króatar féllu niður úr 1. deild í fyrra. Íslendingum gekk þó ágætlega að eiga við Króatana í stöðunni 6 á móti 6 en Króatar skoruðu 7 af 9 mörkum sínum þegar Íslendingar voru með mann út af í 2 mínútur.

54. mín: Staðan er 8:0 fyrir Króatíu. Íslendingar voru tveimur leikmönnum fleiri í um það bil mínútu en tókst ekki að nýta sér það. Markvörður Króata varði glæsilega frá Brynjari Þórðarsyni en heilt yfir hafa Íslendingar verið bitlausir þegar þeir hafa verið manni fleiri á ísnum.

50. mín: Mark! Staðan er 8:0 fyrir Króatíu. Sjötta mark Króata þegar þeir eru manni fleiri en Daniel Adel fékk sína aðra brottvísun í leiknum skömmu áður. Króatar kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í „power play“ eins og það heitir á alþjóðlegu íshokkímáli.

47. mín: Mark! Staðan er 7:0 fyrir Króatíu. Fremur slysalegt mark þar sem Íslendingar töpuðu pökknum á miðjum vellinum og einn leikmaður Króata komst einn gegn Dennis og skoraði örugglega. Síðasti leikhlutinn hefur verið nokkuð rólegur fram að þessu. 

40. mín: Staðan er 6:0 fyrir Króatíu fyrir síðasta leikhlutann. Íslendingar munu byrja síðasta leikhlutann manni fleiri því Króatía fékk brottvísun þegar 2 sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Enn hallar þó á Ísland í brottvísunum. Ísland hefur fengið 7 slíkar en Króatía 5.

37. mín: Mark! Staðan er 6:0 fyrir Króatíu. Í fimmta skiptið í leiknum skora Króatar þegar Íslendingar eru með mann í kælingu. Að þessu sinni var það Daniel Adel en það var kannski tímaspursmál því hann hefur verið duglegur í því að láta Króatana finna fyrir sér. 

33. mín: Staðan er 5:0 fyrir Króatíu. Einn leikmaður Króata var sendur út af í kælingu en Íslandi tókst ekki að skora á þeim 2 mínútum. Robin Hedström komst næst því en markvörður heimamanna varði ágætt skot hans. Robin hefur átt þrjú skot í leiknum. 

30. mín: Staðan er 5:0 fyrir Króatíu þegar leikurinn er hálfnaður. Króatía missti mann af velli á 26. mínútu en Íslendingum tókst ekki að skapa sér almennilegt marktækifæri. 

23. mín: Mark! Staðan er 5:0 fyrir Króatíu. Í fjórða skiptið í leiknum tekst Króatíu að nýta sér liðsmuninn og skora þegar Ísland er með mann utan vallar. Að þessu sinni var það Úlfar Andrésson. 

22. mín: Mark! Staðan er 4:0 fyrir Króatíu. Heimamenn byrja með látum í öðrum leikhluta og skoruðu úr skyndisókn.  Nú þurfa íslensku landsliðsmennirnir að ná áttum ef þessi leikur á ekki að enda í stórum tölum.

20. mín: Staðan er 3:0 fyrir Króatíu að loknum fyrsta leikhluta. Brottvísanirnar hafa reynst dýrar en Ísland hefur fengið fjórar slíkar en Króatía aðeins eina. Öll mörkin hafa komið þegar Íslendingar hafa verið með mann í refsingu.  Í stöðunni 6 á móti 6 hefur Íslendingum tekist að halda Króötum í skefjum, meðal annars vegna frábærrar markvörslu hjá Dennis Hedström. 

20. mín: Mark! Staðan er 3:0 fyrir Króatíu. Glæsilegt mark hjá heimamönnum en í þriðja skipti skora þeir þegar þeir eru manni fleiri á ísnum. Gauti Þormóðsson fékk brottvísun skömmu áður. 

16. mín: Mark! Staðan er 2:0 fyrir Króatíu. Heimamenn skoruðu eftir þunga sókn en Jón Gíslason hafði fengið brottvísun í annað skipitið í fyrsta leikhluta. Á 14. mínútu fékk Robin Hedström gott færi eftir góðan undirbúning Emils Alengårds en skaut yfir markið. Skömmu áður en Króatar skoruðu annað markið varði Dennis frábærlega í markinu. Varði í tvígang í sömu sókninni. 

13. mín: Staðan er 1:0 fyrir Króatíu. Gauti Þormóðsson var að fá besta færi Íslands til þessa en markvörður heimamanna varði frá honum af mjög stuttu færi.

12. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyrir Króatíu. Birkir Árnason fylgdi í kjölfarið af Jóni í refsingu og Íslendingar voru því tveimur leikmönnum færri. Íslendingar stóðu það af sér en Króatar skoruðu örfáum sekúndum eftir að Jón kom inn á ísinn á ný. 

10. mín: Staðan er 0:0. Dennis Hedström hefur sýnt hvers hann er megnuður í marki Íslands og er búinn að verja þrívegis frábærlega frá ágengum Króötum. Jón B. Gíslason var að fá fyrstu brottvísun Íslands í leiknum og nú kemur í ljós hvernig Íslandi gengur að verjast manni færri næstu 2 mínúturnar. 

6. mín: Staðan er 0:0. Króatar voru að missa mann af velli fyrir gróft brot á Robin Hedström. Íslendingar eru því manni fleiri á ísnum næstu 2 mínúturnar.

2. mín: Staðan er 0:0. Króatar byrja af krafti og ætla sér að ná forystunni strax í upphafi eins og við var að búast. Olaf Ellert landsliðsþjálfari Íslands hefur ábyggilega komið þeim á óvart með því að nota allar fjórar línurnar á fyrstu tveimur mínútunum, þ.e.a.s allir leikmenn Íslands nema varamarkvörðurinn eru búnir að koma við sögu strax í upphafi leiks. 

Klukkan 18:10. Nú er eins konar opnunarathöfn á ísnum og fulltrúar alþjóða íshokkísambandsins halda stutt ávörp. Þó um sé að ræða þriðja leikinn í dag þá er þetta eiginlega opnunarleikurinn þar sem heimamenn eiga í hlut.

Klukkan 17:45. Allir leikmenn í endanlegum 22 manna hópum liðanna eru leikfærir í kvöld. Ingvar Þór Jónsson er eins og áður fyrirliði íslands en Emil Alengård er orðinn varafyrirliði landsliðsins. Því hlutverki gegndi Jónas Breki Magnússon áður en hann tók sér frí frá íshokkí á þessu keppnistímabili. 

Lið Íslands:

Markverðir: 

Dennis Hedström

Ómar Skúlason

Varnarmenn:

Snorri Sigurbjörnsson

Birkir Árnason

Róbert Pálsson

Ingvar Þór Jónsson

Ingólfur Elíasson

Daniel Adel

Björn Jakobsson

Sóknarmenn:

Robin Hedström

Emil Alengård 

Brynjar Þórðarson

Andri Mikaelsson

Jón B. Gíslason

Gauti Þormóðsson

Matthías Máni Sigurðarson

Egill Þormóðsson

Ólafur Hrafn Björnsson

Stefán Hrafnsson

Sigurður Sigurðsson

Pétur Maack

Úlfar Andrésson

Ingvar Þór Jónsson er fyrirliði Íslands.
Ingvar Þór Jónsson er fyrirliði Íslands. mbl.is/Kristján Maack
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert