„Þurfum að bera okkur saman við Búlgaríu og Kína“

Olaf Eller messar yfir sínum mönnum.
Olaf Eller messar yfir sínum mönnum. mbl.is/Kristján Maack

Olaf Eller, landsliðsþjálfari í íshokkí, var ánægður með að landa sigrinum gegn Búlgaríu á HM í Króatíu í dag en sagði jafnframt að leikurinn væri áminning um að Íslandi stæði nær Búlgaríu og Kína að getu heldur en Króatíu og Rúmeníu.

„Það er góð tilfinning sem fylgir því að landa fyrsta sigrinum í mótinu,“ sagði Eller þegar mbl.is ræddi við hann að leiknum loknum. Hann sagðist sérstaklega vera ánægður með hvernig leikmenn hans léku í öðrum leikhluta. „Ég var mjög ánægður með annan leikhluta hjá liðinu og einnig hvernig strákunum tókst að bæta leik sinn frá því í fyrsta leikhluta."

Eller segir að þrátt fyrir góðan leik Íslendinga gegn Rúmeníu þá þurfum við ennþá að bera okkur saman við lið eins og Búlgaríu og Kína. „Við stóðum okkur vel á móti Rúmeníu en við lærðum í dag að við þurfum enn sem komið er að bera okkur saman við lið á borð við Búlgaríu og Kína. Við skulum ekki gleyma því að þetta var fyrsti sigur Íslands á móti Búlgaríu og það er ákveðið skref. Við hefðum vissulega getað unnið þennan leik stærra en eftir að hafa lent í vandræðum í síðasta leikhlutanum þá var jákvætt að landa sigrinum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert