Egill Þormóðsson var valinn besti leikmaður Íslands í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí sem lauk í Zagreb í Króatíu í kvöld.
Lokaathöfnin fór fram strax að loknum leik Króatíu og Rúmeníu fyrir framan fjölda áhorfenda. Íslenska landsliðið tók þar á móti bronsverðlaunum sínum og var vel fagnað af króatískum áhorfendum sem kölluðu Ísland, Ísland eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Íslenska liðið hafði reyndar haft stuðning heimamanna í leikjum sínum í mótinu ef frá er talinn leikurinn á móti Króatíu að sjálfsögðu.
Egill Þormóðsson skoraði 6 mörk í leikjunum 5. Hann skoraði ekki í fyrstu þremur leikjunum en hrökk í gang eftir það og skoraði 2 mörk í síðustu þremur leikjunum. Að auki gaf hann 3 stoðsendingar í leiknum gegn Írum í dag og alls 4 í mótinu.