SR-ingar sóttu sigur norður

Úr leik SR og SA Víkinga á síðustu leiktíð.
Úr leik SR og SA Víkinga á síðustu leiktíð. Kristinn Ingvarsson

Skautafélag Reykjavíkur vann í kvöld annan sigur sinn á Íslandsmótinu í íshokkí karla þegar þeir lögðu SA Víkinga í Skautahöllinni á Akureyri, 6:3, í hörkuleik.

Leikmenn SR voru með frumkvæði í leiknum frá upphafi til enda en SA Víkingar voru tregir til að játa sig sigraða. Daniel Kolar og Egill Þormóðsson komu SR yfir í fyrsta leikhluta og Robbie Sigurdsson bætti þriðja markinu við í öðrum leikhluta á sama tíma og bæði lið voru með leikmann í refsiboxinu.

Strax í upphafi þriðju lotu vænkaðist hagur SR-inga enn meir þegar Ragnar Kristjánsson bætti við marki fyrir þá. Víkingar náðu þó að svara fyrir sig með tveimur mörkum á rétt rúmlega mínútu. Fyrra markið átti Orri Blöndal en það síðara kom frá Lars Foder. Vonin um að ná einhverju út úr leiknum fór út í veður og vind því skömmu seinna fengu SR-ingar víti sem Gauti Þormóðsson  skoraði úr. Gauti var síðan aftur á ferðinni  nokkru síðar en lokamark leiksins átti Josh Gribben fyrir Víkinga.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Josh Gribben 1/1
Lars Foder 1/1
Orri Blöndal 1/0
Andri  Freyr Sverrisson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar Víkingar: 50 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Gauti Þormóðsson 2/2
Daniel Kolar 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/0
Robbie Sigurdsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1

Refsingar SR: 32 mínútur

mbl.is