Íslandsmót í sjö manna rugby

Íslandsmót í sjö manna útgáfu í rugby verður haldið á …
Íslandsmót í sjö manna útgáfu í rugby verður haldið á morgun. mbl.is/Borgþór Sævarsson

Á morgun verður haldið í fyrsta sinn óopinbert Íslandsmót í sjö manna útgáfu af rugby. (rugby 7's) Mótið hefst klukkan 13:00 og munu þrjú lið mæta til leiks.  Liðin sem hafa skráð sig til leiks eru Reykjavík Raiders, Stormur og Útlendingarnir/Old boys.

Rugby 7's er sú útgáfa af rugby sem vaxið hefur hvað hraðast í vinsældum um heiminn og verður keppt í á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og einnig er rætt um að rugby 7's verði á smáþjóðaleikunum í Luxemborg 2013 og hér á Íslandi 2015. Leikið er samkvæmt Rugby union reglum sem eru þær reglur sem nýafstaðið heimsmeistaramót fór fram samkvæmt, þó það hafi verið 15 manna útgáfa leiksins.

Grundvallarmunurinn á milli 15 manna og 7 manna útgáfu er að í 7 manna útgáfu verður leikurinn opnari og hraðari. Leikirnir fara fram á velli af sömu stærð.
Rugby 7's leikir er hraðir og taka einungis 2 sinnum 7 mínútur og verða farnar tvær umferðir á laugardag auk úrslitaleiks Mótið fer fram á gervigrasvelli Vals að Hlíðarenda og sem fyrr segir hefst mótið kl 13:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert