Þorbjörg og Hilmar skylmingafólk ársins

Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona ársins 2011.
Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona ársins 2011. hag / Haraldur Guðjónsson

Þorbjörg Ágústsdóttir, Skylmingafélagi Reykjavíkur, og Hilmar Örn Jónsson, Skylmingadeild FH, hafa verið valin skylmingafólk ársins 2011 af Skylmingasambandi Íslands.

Þorbjörg varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2011 í sjöunda skiptið. Hún varð í 2. sæti á Viking Cup, sterku heimsbikarmóti sem haldið var í Hafnarfirði í júní.

Hilmar Örn vann það einstaka afrek að verða Íslandsmeistari í U18, U21, Opnum flokki og í liðakeppni. Hann er fyrstur Íslendinga til að vinna fjórfalt á Íslandsmeistaramóti. Hilmar varð einnig Norðurlandameistari í U18 og liðakeppni á árinu. Hann tók þátt á heimsmeistaramóti unglinga í Jórdaníu í flokki U18 og lenti þar í 27. sæti.

Hilmar Örn Jónsson, skylmingamaður ársins 2011.
Hilmar Örn Jónsson, skylmingamaður ársins 2011. Kristinn Ingvarsson
mbl.is