Gunnar fór létt með Úkraínumanninn

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. mbl.is

Bardagakappinn Gunnar Nelson fagnaði sigri gegn Úkraínumanninum Alexander Butenko þegar þeir áttust við í blönduðum bardaga í Dublin á Írlandi í gærkvöld.

Úkraínumaðurinn, sem þótti sigurstranglegri, varð að játa sig sigraðan gegn Gunnari strax í fyrstu lotu bardagans en hann hafði þá staðið yfir í fjóra og hálfa mínútu. Gunnar hafði Butenko með armlás.

Gunnar hefur verið afar sigursæll og hefur gert það gott á erlendri grundu. Hann hefur ekki enn tapað bardaga en þetta var níunda viðureign hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina