Jónas formaður FRÍ á ný

Jónas Egilsson er nýkjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands.
Jónas Egilsson er nýkjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. mbl.is

Jónas Egilsson var kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands á Frjálsíþróttaþingi sem haldið var á Selfossi um síðustu helgi. Hann tók við af Stefáni Halldórssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Jónas þekkir vel til starfans en hann var formaður sambandsins á árunum 1997-2006. Hann hefur um nokkurt skeið verið framkvæmdastjóri FRÍ auk þess að eiga sæti í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu og vera formaður AASSE, sem er Frjálsíþróttasamband evrópskra smáþjóða.

Aðrir í stjórn FRÍ eru: Albert Þór Magnússon, Benóný Jónsson, Gunnar I. Birgisson og Lóa Björk Hallsdóttir. Í varastjórn voru kjörin: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Eiríkur Mörk Valsson, Friða Rún Þórðardóttir, Hreinn Ólafsson og Mekkin Guðrún Bjarnadóttir.

Formenn nefnda sem kjörnir voru á þinginu eru:
Almenningshlaupa- og víðavangshlaupanefnd: Sigurður Pétur Sigmundsson.
Fræðslu- og útbreiðslunefnd: Stefán Halldórsson.
Laganefnd: Ásbjörn Karlsson.
Mannvirkjanefnd: Sigurður Haraldsson.
Mótanefnd: Ólafur Guðmundsson.
Ofurhlauparáð: Gunnlaugur Júlíusson.
Skráningarnefnd: Felix Sigurðsson.
Tækninefnd: Þorsteinn Þorsteinsson.
Unglinganefnd: Þórunn Erlingsdóttir.
Öldungaráð: Trausti Sveinbjörnsson.


Birgir Guðjónsson lét af embætti formanns tækninefndar sambandsins sem hann hefur gegnt um 30 ára skeið og voru honum færðar sérstakar þakkir fyrir störf sín fyrir hreyfinguna.

„Þótt eiginfjárstaða FRÍ sé erfið var sambandið rekið með örlitlum hagnaði bæði árin 2010 og 2011. Mestu munar árið 2011 að Evrópubikarkeppnin var haldin hér á landi. Í stað um 2 m.kr. nettókostnaðar varð um 1,5 m.kr. hagnaður á því að halda mótið hér á landi m.v. þátttöku erlendis.
Samþykkt var á þinginu að leggja á þjónustugjald kr. 1.000 á hvern iðkanda, 11 ára og eldri, fyrir árin 2011 og 2012. Gjaldið verði endurskoðað á næsta þingi árið 2014,“ segir m.a. í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands.mbl.is