Jón og Kristín sköruðu fram úr á Ásbrú

Kristín Björg Hrólfsdóttir Selfossi og Jón Steinar Brynjarsson Keflavík, þóttu …
Kristín Björg Hrólfsdóttir Selfossi og Jón Steinar Brynjarsson Keflavík, þóttu skara framúr á Íslandsmeistaramóti Taekwondo um helgina. Ljósmynd/TKÍ

Íslandsmótið í taekwondo fór fram á Ásbrú í Keflavík á sunnudaginn var. Þetta var sannkölluð taekwondo-helgi því dagana fyrir mótið fór fram dómaranámskeið frá yfirdómara Alþjóðlega taekwondo-sambandsins sem verður jafnframt yfirdómari á Ólympíuleikunum í London.

Það voru rúmlega 70 keppendur skráðir til leiks frá 10 félögum en hlutskarpastir reyndust Keflvíkingar sem fengu 66 stig. Í öðru sæti var lið Selfoss með 47 stig og Afturelding hafnaði í þriðja sæti með 36.

Bardagi mótsins var milli þeirra Jóns Levy úr Aftureldingu og Jóns Steinars Brynjarssonar úr Keflavík. Jón Steinar var einnig keppandi mótsins í karlaflokki en Kristín Björg Hrólfsdóttur frá Selfossi var keppandi mótsins í kvennaflokki.

Samkvæmt tilkynningu frá Taekwondo-sambandi Íslands urðu kaflaskil á Íslandsmeistaramótinu í ár með nýjum reglum, vel þjálfuðum dómurum og nýjum rafbrynjum sem notaðar verða á Ólympíuleikunum í sumar.

Á Íslandi eru tveir alþjóðlegir taekwondo-dómarar og mun annar þeirra, Hlynur Gissurarson, dæma á ÓL í sumar. Ísland hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu eftir ráðningu landsliðsþjálfarans Meisam Rafiei frá Íran sem á að baki þrjá heimsmeistaratitla. Mikil ánægja var með framkvæmd mótsins og því lýst sem einu best heppnaða móti sambandsins í mörg ár.

Norðurlandamótið í taekwondo verður haldið í maí næstkomandi og er undirbúningurinn fyrir það hafinn hjá keppendum. Þá fer Kristmundur Gíslason á heimsmeistaramót unglinga í næstu viku.

Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo …
Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo um helgina. Ljósmynd/TKÍ
Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo …
Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo um helgina. Ljósmynd/TKÍ
Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo …
Það var hart barist á Ásbrú á Íslandsmeistaramóti í Taekwondo um helgina. Ljósmynd/TKÍ
Dómaranámskeiðið var þétt setið.
Dómaranámskeiðið var þétt setið. Ljósmynd/TKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert