Fimleikalandsliðið á EM í Brussel

Landsliðið: Aftari röð, Hildur, Tinna, Norma, Þórey, Thelma og Jóhanna. …
Landsliðið: Aftari röð, Hildur, Tinna, Norma, Þórey, Thelma og Jóhanna. Fremri röð, Katrín, Sigríður, Freyja, Andrea og Guðrún.

Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum er á leið til  Brussel í Belgíu þar sem það tekur þátt í Evrópumeistaramóti kvenna dagana 9. til 13. maí. Liðið heldur utan á morgun, laugardag.

Keppendur Íslands í flokki fullorðinna eru Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Tinna Óðinnsdóttir. 

Keppendur Íslands í unglingaflokki eru Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Katrín Myrra Þrastardóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir.  

Þjálfarar landsliðsins eru Dmitry Varonin og Guðmundur Þór Brynjólfsson og fararstjóri er Þorbjörg Gísladóttir.  Auk þeirra fara tveir íslenskir dómarar með og dæma á Evrópumótinu, þær Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir.

Evrópumótið er þriðja stóra mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári. Hin tvö eru Norðurlandameistaramót og Norður-Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Skotlandi í október. 

Íslenska kvennalandsliðið keppti á dögunum á Norðurlandameistaramótinu, sem fór fram í apríl í Danmörku, með góðum árangri þar sem þrjár stúlkur unnu til brosnverðlauna á sínum áhöldum. Þær Hildur Ólafsdóttir í gólfæfingum, Jóhanna Rakel Jónasdóttir á tvíslá og Norma Dögg Róbertsdóttir í stökki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert