Logi: Föst leikatriði urðu okkur að falli

Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, sagði ekki hægt að mæla það með neinni mælistiku hversu svekktur hann var með að missa 3:1 stöðu gegn Grindavík niður í jafntefli, 3:3.

Grindvíkingar skoruðu öll sín mörk úr föstum leikatriðum og var Logi ekki ánægður með það. Hann var þó ánægður með spilamennsku sinna manna og grætur að fá ekki þrjú stig.

Nánar er rætt við Loga í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is