Bárður: Búnir að vinna fyrsta bikarinn

Bárður Eyþórsson
Bárður Eyþórsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

“Það hefur verið  heilmikill stígandi hjá okkur síðustu tvær til þrjár vikurnar og tókum ennþá stærri skref fram á við hér um helgina. Varnarleikurinn hjá okkur nú í seinni hálfleik og þó sóknarleikurinn hafi verð stirður á köflum erum við samt að skora hérna 96 stig og við eigum helling inni og erum búnir að vinna fyrsta bikarinn ár,“ sagðir Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls eftir að lið hans vann Snæfell í úrslitaleik Lengjubikarsins í körfuknattleik í gær.

“Við getum tekið fullt út úr leikjunum með okkur í deildarkeppnina og að vera hérna sem lið sem er að sameinast meira og hópurinn að þjappast betur og betur saman. Það gefur okkur líka sjálfstraust að hafa komið um helgina og klárað tvo erfiða leiki, sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindstóls.

mbl.is