Elín Þóra og Rakel meistarar í fyrsta sinn

Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik.
Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik. Ljósmynd/BSÍ

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason úr TBR urðu í dag Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í badminton sjöunda árið í röð með því að leggja þá Atla Jóhannesson og Kára Gunnarsson að velli í æsispennandi úrslitaleik, 21:19 og 22:20.

Magnús Ingi fagnaði fyrr í dag Íslandsmeistaratitli í tvenndarleik ásamt Tinnu systur sinni og vann því tvöfalt í dag.

Í tvíliðaleik kvenna unnu þær Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir í fyrsta sinn. Þær lögðu Karitas Ósk Ólafsdóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur að velli í úrslitaleik, 21:13, 14:21 og 21:19. Tinna Helgadóttir missti af möguleikanum á að vinna þrefalt en þær Erla Björg Hafsteinsdóttir urðu að gefa frá sér undanúrslitaleikinn við Elínu og Rakel eftir að Erla meiddist.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason eru Íslandsmeistarar karla í ...
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason eru Íslandsmeistarar karla í tvíliðaleik. Ljósmynd/BSÍ
mbl.is