Hafdís: Ekkert mál ef maður er í góðu formi

„Ég er yfirleitt sterk á síðustu metrunum þannig að ég náði að stinga mér upp í 2. sætið,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir við mbl.is þegar hún var nýkomin í mark í 100 metra hlaupi í Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Slóvakíu.

Hafdís náði silfri í greininni, fyrstu verðlaunum Íslands, og fékk svo brons í 400 metra hlaupi síðar um daginn.

„Ég er alveg sátt við silfrið en hefði viljað ná betri tíma. Mótvindurinn var aðeins að stríða okkur,“ sagði Hafdís sem kom í mark á 12,04 sekúndum, hársbreidd á undan næsta keppanda. Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is