Kolbeinn: Mjög góð byrjun á góðu ári

„Ég bjóst svo sem við að ég ætti þetta inni en höndlaði beygjuna ekki alveg eins og ég ætlaði mér. Hefði ég höndlað hana hefði ég unnið þetta,“ sagði Akureyringurinn ungi Kolbeinn Höður Gunnarsson eftir að hann náði lágmarki fyrir EM U19 ára og hlaut silfurverðlaun í 200 metra hlaupi í Evrópukeppni landsliða í Slóvakíu.

Kolbeinn hljóp hvern andstæðinginn á fætur öðrum uppi í hlaupinu og kom í mark á 21,60 sekúndu. Hann hafði áður náð EM-lágmarki í 400 metra hlaupi og ætlar að sjá til með það hvort hann keppi í báðum greinum.

Rætt er við þennan efnilega spretthlaupara í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is